Færslur: 2024 Apríl29.04.2024 20:07Seifur dregur Treville til Akureyrar i viðgerð
Skrifað af Þorgeir 26.04.2024 13:33Hafborg EA og Konsull leysa af i ferjusiglingum i EyjafirðiBáðar ferjurnar sem að sinna Eyfirðingum eru bilaðar og i slipp á Akureyri á meðan sinna Dragnótbáturinn Hafborg Ea 152 og hvalaskoðunnarbáturinn Konsúll þeim verkefnum Hafborg sinnir Grimsey til Dalvikur og Konsúll sinnir Hrisey til Árskógsands
Skrifað af Þorgeir 26.04.2024 10:54Sólberg fyrsti íslenski togarinn með UNOólafur Marteinsson hjá Isfélaginu og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfag handsöluðu samningin i Barcelona mynd Vélfag Fiskvinnsluvélin UNO virðist hafa reynst vel um borð Sólbergi ÓF og hefur Ísfélag hf. gengið frá samningi við Vélfag ehf. um að festa kaup á tækinu og verður togarinn nú sá fyrsti hér á landi með tækið um borð. Prófanir með UNO um borð í Sólberginu stóðu yfir fyrr á árinu og voru samningar undirritaðir á síðasta degi alþjóðlegu sjávarútvegssýningarinnar í Barselóna á Spáni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Vélfags. UNO er alhliða vinnsluvél sem getur leyst fjórar til fimm eldri vélar af hólmi. Vélin tekur við slægðum fiski og sér um að flaka, skera út beingarð og roðrífa án utanaðkomandi aðstoðar. Þannig skilar tækið frá sér flökum sem eru tilbúin til snyrtingar. Sólberg ÓF 1 við bryggju i Krossanesi i Eyjafirði mbl.is þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 26.04.2024 10:50Nýtt uppsjávarskip í flota Ísfélagsins
Áætlað er að skipið verði afhent Ísfélaginu í maí á næsta ári. Myndin er frá því skipið var afhent skosku útgerðinni árið 2017.
Isfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði afhent í maí á næsta ári. Pathway var smíðaður af Karstensen skipasmíðastöðinni í Danmörku og var afhentur Lunar Fishing í Peterhead árið 2017. Pathway er systurskip Kings Cross sem útgerðin tók í rekstur í október 2016. Pathway verður fimmta uppsjávarskipið í flota Ísfélags hf. en þar eru fyrir Álsey VE, Heimaey VE, Sigurður VE og Suðurey VE. heimild Fiskifrettir.is Skrifað af Þorgeir 22.04.2024 22:25Góð netaveiði hjá Gylfa á Leifi EA 888
Skrifað af Þorgeir 22.04.2024 20:55Góður gangur i hvalaskoðun i EyjafirðiÞað var góður gangur i bliðunni i dag i Eyjafirði þar sem að hvalaskoðunnarbátar Whale Watching Akureyri héldu með rúmlega 200 farþega á fjórum bátum og voru flestir ferðafólk af skemmtiferðaskip sem að kom hingað i morgun að sögn farþega sem ljósmyndari talaði við er talvert af hval og höfrung ásamt hrefnu og greinilegt að mikið æti er i firðinum og kjöraðstæður fyrir hvalaskoðun hér á svæðinu Myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 21.04.2024 21:12Polar Natarnaq GR-10-86
Skrifað af Þorgeir 21.04.2024 09:46MSC Poesia við bryggju á Akureyri í gærMSC Poesia við bryggju á Akureyri í gær
Skrifað af Þorgeir 20.04.2024 19:26Hvalaskoðunnarbáturinn Dögunn á Akureyri i dag
Skrifað af Þorgeir 19.04.2024 23:2670 tonn af graðýsu og stórþorski
Skrifað af Þorgeir 19.04.2024 22:34Börkur og Beitir mætast við Nipuna
Skrifað af Þorgeir 19.04.2024 22:06Fosnakongen i slipp á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 17.04.2024 21:31Margret EA 710
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3981 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123107 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is